Að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika er mikilvægur þáttur í að viðhalda lífsgæðum okkar á jörðinni. Auðlindir og náttúrulegir ferlar sem eru okkur lífsnauðsynlegir byggjast á því að líffræðileg fjölbreytni sé til staðar.
Að uppræta ágengar tegundir snýst ekki um að stöðva breytingar eða íhaldssemi heldur snýst þetta um lífsgæði og framtíð okkar á jörðinni. Nánar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Aðildarríki að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni skulu koma í veg fyrir innflutning óæskilegra framandi tegunda sem geta ógnað upprunalegum vistkerfum, búsvæðum eða tegundum. Einnig ber þeim að hafa stjórn á uppgangi þeirra eða uppræta þær.
Við hvetjum alla til þess að láta sig varða líffræðilegan fjölbreytileika og vera meðvituð um ágengar tegundir og útbreiðslu þeirra.