Af hverju skiptir máli að hugsa um ágengar plöntutegundir?

Ágengar plöntutegundir geta haft margvísleg neikvæð áhrif á:

  • Vistkerfið
  • Líffræðilegan fjölbreytileika
  • Landslagið
  • Einkalóðir
  • Samfélagið

Dæmi um neikvæð áhrif

  • Ágengar plöntutegundir leggja svæðin undir sig og eyða gróðri sem fyrir er. Aðrar plöntutegundir hopa og geta horfið alveg.
  • Útbreiðsla ágengra plöntutegunda getur leitt til verulegra breytinga á dýralífi, bæði smádýra og fugla.
  • Ágengar plöntutegundir geta hamlað útivist þar sem þær geta vaxið yfir stíga og falið landslag.
  • Ágengar plöntutegundir vaxa þétt í miklum breiðum og mynda sinu sem safnast upp. Veruleg eldhætta getur skapast.

Líffræðilegur fjölbreytileiki

Að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika er mikilvægur þáttur í að viðhalda lífsgæðum okkar á jörðinni. Auðlindir og náttúrulegir ferlar sem eru okkur lífsnauðsynlegir byggjast á því að líffræðileg fjölbreytni sé til staðar.

Að uppræta ágengar tegundir snýst ekki um að stöðva breytingar eða íhaldssemi heldur snýst þetta um lífsgæði og framtíð okkar á jörðinni.  Nánar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Aðildarríki að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni skulu koma í veg fyrir innflutning óæskilegra framandi tegunda sem geta ógnað upprunalegum vistkerfum, búsvæðum eða tegundum. Einnig ber þeim að hafa stjórn á uppgangi þeirra eða uppræta þær.

Verum meðvituð um ágengar tegundir

Við hvetjum alla til þess að láta sig varða líffræðilegan fjölbreytileika og vera meðvituð um ágengar tegundir og útbreiðslu þeirra.

arrow-up-circle