Ágengar plöntutegundir geta haft margvísleg neikvæð áhrif á:

Dæmi um neikvæð áhrif

Líffræðilegur fjölbreytileiki

Að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika er mikilvægur þáttur í að viðhalda lífsgæðum okkar á jörðinni. Auðlindir og náttúrulegir ferlar sem eru okkur lífsnauðsynlegir byggjast á því að líffræðileg fjölbreytni sé til staðar.

Að uppræta ágengar tegundir snýst ekki um að stöðva breytingar eða íhaldssemi heldur snýst þetta um lífsgæði og framtíð okkar á jörðinni.  Nánar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Aðildarríki að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni skulu koma í veg fyrir innflutning óæskilegra framandi tegunda sem geta ógnað upprunalegum vistkerfum, búsvæðum eða tegundum. Einnig ber þeim að hafa stjórn á uppgangi þeirra eða uppræta þær.

Verum meðvituð um ágengar tegundir

Við hvetjum alla til þess að láta sig varða líffræðilegan fjölbreytileika og vera meðvituð um ágengar tegundir og útbreiðslu þeirra.

Heracleum mantegazzianum

Bjarnarkló er af ættkvísl risahvanna og er stór, fjölær planta af sveipjurtaætt. 

Plantan viðheldur sér með öflugri rót en dreifir sér með með fræjum. Hver planta getur þroskað gífurlegt magn fræja.

Bjarnarkló er ekki eingöngu vistfræðilegt vandamál heldur er hún einnig ógn við heilsu fólks. 

Svona þekkir þú bjarnarkló

Bjarnarkló er mjög hávaxin planta eða frá 2 metrum en getur orðið allt að 3 metrar á hæð, oft með sterka, beiska lykt. 

Stöngullinn er loðinn og holur með fjólubláa flekki en hann getur orðið allt frá 5 til 10 cm þykkur þar sem hann er þykkastur. Blöðin eru þrífingruð eða fjöðruð, gróftennt með fjólublá slíður. Blöðin minna nokkuð á lauf hlynsins. Blómsveipirnir eru venjulega flatir eða lítið kúptir um 25-60 cm breiðir. 

Fræ þroskast á haustin og falla að hausti og vetri.

Af hverju er bjarnarkló óæskileg? 

Bjarnarkló sem sleppur út í náttúruna getur dreifst á stór svæði í náttúrunni og ógnar líffræðilegum fjölbreytileika og takmarkar útivist. 

Bjarnarkló ógnar einnig heilsu fólks. Plöntusafinn inniheldur eitruð efnasambönd sem virkjast í sólarljósi og geta valdið mjög alvarlegum og sársaukafullum bruna á húð og skilur yfirleitt eftir sig varanleg ör.

Áhrif á vistkerfið

Bjarnarkló dregur úr líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar og landslagsins. Hún dreifist hratt og getur myndað stórar breiður sem hamla vexti annarra plantna. 

Hún breytir einnig næringarframboði í jarðveginum sem gerir innlendum plöntum sem fyrir eru erfitt uppdráttar. 

Á stórum svæðum sem bjarnarkló nær að dreifa úr sér er einnig hætta á jarðvegseyðingu.

Áhrif á samfélagið

Bjarnarkló getur hamlað útivist á eignalóðum og gæti rýrt verðgildi eigna.

Áhrif á garðinn

Bjarnarkló getur fljótt myndað stóran hnapp af hávöxnum plöntum sem veita öðrum plöntum í garðinum samkeppni um pláss og sólarljós. Því lengur sem útbreiðsla bjarnarklóar hefur verið óhindruð, því erfiðari er að eyða plöntunni. 

Áhrif á heilsuna

Bjarnarkló inniheldur ljósvirka efnið fúranókúmarín. Efnið er í safa plöntunnar og öll snerting við plöntuna getur valdið alvarlegum húðmeinum. 

Plöntusafi bjarnarklóar, og annarra risahvanna, ásamt sólarljósi veldur alvarlegum bruna á húð.

Húð sem skaðast af völdum plöntusafans getur verið viðkvæm fyrir sólarljósi í mjög langan tíma eftirbrunann og slæm ör myndast. 

Athugið! Nauðsynlegt að klæðast hlífðarfatnaði ef eitthvað á að eiga við bjarnarklóna. 

Hvar finnst plantan?

Bjarnarklóin er nokkuð dreifð um Suðurlandið. 

Plantan dreifir sér með fræjum sem finnast í aðfluttum jarðvegi, ferðast með vindi, með vatni og síðast en ekki síst með mannfólki. 

Kjöraðstæður bjarnarklóar eru meðfram lækjum, vegköntum, í rökum engjum og húsagörðum.

Uppruni

Uppruna bjarnarklóarinnar má rekja til Rússlands og Georgíu, nánar tiltekið Vestur-Kákasusfjalla.

Bjarnarklóin var upprunalega flutt til Íslands sem skrautplanta í garða á síðustu öld.

Stjórnvöld

Bjarnarkló er á lista um ágengar tegundir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Bjarnarkló er skráð sem ágeng framandi tegund í ESB sem þýðir að innan ESB skal ekki hafa bjarnarkló í heimilisgörðum og ekki dreifa fræjum eða plöntuhlutum. 

Sveitarfélög á Íslandi hafa mörg hver séð um eyðingu bjarnarklóar til að koma í veg fyrir skaða af völdum plöntunnar.

Samkvæmt reglugerð 583 frá 2000 er bannað að flytja inn risahvannir.

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/umhverfisraduneyti/nr/4443

Ráð til að útrýma bjarnarkló

Að útrýma bjarnarkló krefst tíma og þolinmæði. Mælt er með að láta kunnáttufólk um eyðinguna til að koma í veg fyrir skaða.

Áður en hafist er handa við útrýmingu bjarnarklóar skal gæta þess að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði til að koma í veg fyrir bruna af völdum safa plöntunnar. Gærið þess að vera í fötum sem hylja líkaman. Nauðsynlegt er að vera í hönskum og passa að ekki sem op á milli hlífðarfatnaðar og hanska. Nota skal hlífðargleraugu til að koma í veg fyrir skaða á augum. 

Svona losar þú þig við smáplöntur

Hægt er að losa sig auðveldlega við smáplöntur með því að draga þær upp úr jarðveginum ef hann er rakur. Plönturnar og sérstaklega rætur þeirra skal eyðileggja með því að þurrka plöntuleyfarnar eða fara með þær í urðun alls ekki í lífrænan úrgang.

Svona losar þú þig við stórar plöntur

Að skera niður bjarnarkló er mjög góð leið til að fjarlægja plöntuna. Skerið stilkinn með stunguskóflu nokkrum cm fyrir neðan yfirborð jarðvegsins, þ.e.a.s. á mörkum stilks og rótar. Besti tíminn til að til að skera plöntuna niður er snemma árs ef möguleiki er á. 

Einnig er hægt að grafa upp rótina. 

Hægt er að koma í veg fyrir að plantan dreifi sér með því að fjarlægja stöðugt blómsveipa með fræjum með því að draga poka varlega yfir blómsveipina með þroskuðu fræjunum og skera þá af. Þetta er gert ítrekað þar til engar nýjar plöntur koma upp. Eyðið blómsveipunum með fræjunum.

Hafið auga með svæðinu í nokkur ár. 

Mikilvægt er að loka svæðinu að plöntunni til að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við plöntuna. 

Stórtæk uppræting

Bjarnarkló þolir rask ekki vel þannig að í stórtækri upprætingeyðingu gæti fræsing eða herfing jarðvegs verið áhrifarík aðferð. Þá aðferð ætti að framkvæma snemma vors þegar plantan er lítil til að forðast skaða af völdum plöntusafa sem gæti þyrlast upp.

Önnur aðferð er að hylja jarðveginn þar sem vitað er af plöntunum með svörtum, sterkum dúk sem hleypir engu ljósi í gegnum sig. Þannig er hægt að svelta plöntuna þannig að hún nái ekki að ljóstillífa. Látið dúkinn liggja á jarðveginum í að minnsta kosti 2 ár.

Meðhöndlun úrgangs

Þegar plantan hefur verið grafin upp er gott að láta hana þorna í sólinni. Hægt er að höggva eða skipta plöntu í minni hluta til að auðvelda verkið. Gakktu úr skugga um að eyða öllum mögulegum fræjum. Þurrkaða plöntu án fræja er í lagi að nota í jarðgerð. Verið varkár þegar plöntuúrgangur og jarðvegur er meðhöndlaður þar sem þar geta verið fræ.

Setjið allar plöntuleifarnar í vel lokaða poka og komið þeim á sorpmóttökustöð til eyðingar. Athugið hvort að viðkomandi móttökustöð taki við bjarnarkló. Komið plöntuleifunum fyrir á stað sem er ætlaður fyrir framandi ágengar plöntur. Að öðrum kosti skal koma plöntuleifum fyrir á stöðum sem eru ætlaðir til eyðingar. 

Athugið að það á ekki að meðhöndla plöntuleifar af bjarnarkló sem hefðbundinn plönguúrgang. Fræjum af bjarnarkló þarf að eyða. 

Tegundir sem líkjast bjarnarkló

Fjölmargar tegundir eru innan ættkvíslar risahvanna. Hérlendis mætti finna nokkrar tegundir sem svipar til Bjarnarklóar og eru þær: 

Samanburður

Samanburður á bjarnarkló (til vinstri) og tröllakló (til hægri)

Heimildir

https://www.ni.is/grodur/agengar-plontur/risahvannir

Floraislands.is

For.se

https://www.ni.is/grodur/agengar-plontur/risahvannir

Umhverfisstofnun er þátttakandi í Norrænu samstarfsverkefni sem hefur það markmið að bæta þekkingu og meðvitund um áhrif ágengra tegunda á líffræðilega fjölbreytni. 

Mikilvægur þáttur í verkefninu er forkönnun meðal almennings á Norðurlöndunum um ágengar framandi tegundir. 

Við værum þakklát fyrir þína þátttöku

Umhverfisstofnun tryggir persónuvernd og niðurstöður verða ekki rekjanlegar til þátttakenda.
Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á þessari síðu. 

Þetta verkefni um ágengar framandi plöntutegundir á Norðurlöndunum er samstarf Umhverfisstofnunar og garðyrkjufélaga á Norðurlöndum. 

Verkefnið er styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni.

Garðyrkjufélögin áttu frumkvæði að þátttöku Umhverfisstofnunar í verkefninu árið 2020. 

Upplýsingar um verkefnið á heimasíðum garðyrkjufélaganna á Norðurlöndunum:

Garðyrkjufélagið í Danmörku

Garðyrkjufélagið í Noregi

Garðyrkjufélagið í Svíþjóð

Markmið verkefnisins

Markmið þessa samstarfsverkefnis er að bæta þekkingu og meðvitund um áhrif ágengra tegunda á líffræðilega fjölbreytni. 

Í hverju þátttökulandi hefur verið útbúið gert fræðsluefni um helstu framandi og ágengar plöntutegundir, kennsluefni fyrir grunnskólakennara og kannanir til að meta þekkingu og meðvitund meðal almennings og nema.

Hluti af verkefninu er að gera fræðsluefnið aðgengilegt hér á þessum vef.

Anthriscus sylvestris

Skógarkerfill er af ætt sveipjurta og er því skyldur hvönnum. 

Hann er stórvaxin og getur orðið allt að 150 cm hár við bestu aðstæður 

Plantan fjölgar sér bæði með rótarskotum og fræi en fræframleiðsla plöntunnar er mjög mikil.

Fræ skógarkerfilsins dreifast smeð vindi, vatni, fuglum, umferð og aðgerðum manna, til dæmis slætti.

Svona þekkir þú skógarkerfil

Skógarkerfill er stórvaxin tegund af ætt sveipjurta og getur orðið allt að 150 cm hár við góðar aðstæður. 

Hann er jurtkenndur með 8-16 lítil, hvít blóm í sveip. 

Aldinið er brúnt og gljáandi um 5-8 mm á lengd. 

Blöðin eru tví- til þríhálffjöðruð nær hárlaus nema á jöðrum og neðra borði og langstilkuð. 

Stilkar eru yfirleitt óloðnir en gáraðir. 

Af hverju er skógarkerfill óæskilegur? 

Skógarkerfill er mjög lífsseigur og þegar hann hefur myndað samfellda og þykka breiðu er nánast ógerningur að uppræta hann. 

Hann myndar smáplöntur út frá rótarhálsi og kastar frá sér gífurlegu fræmagni sem þýðir að ítrekað þarf að fara yfir sömu svæðin þegar verið er  að uppræta hann. 

Hann er skuggþolinn og getur þakið skógarbotna og þegar hann fer af stað á annað borð er ekki margt sem stoppar hann. 

Lágvaxnari tegundir eiga mjög erfitt uppdráttar þar sem skógarkerfillinn hefur náð að dreifa úr sér.

Áhrif á vistkerfið 

Útbreiðsla skógarkerfilsins um víðáttumilkil gróin svæði geta leitt til fábreyttari gróðurs og verulegra breytinga á dýralífi, bæði smádýra og fugla. 

Útivistargildi svæðis getur einnig rýrnað þar sem kerfillinn breiðist út, sérstaklega í blómlendi og með ám og lækjum. 

Einnig getur rofhætta aukist í landi þar sem kerfill er ríkjandi vegna rýrs undirgróðurs og yfirborð jarðvegs sem er illa hulinn yfir vetur. 

Áhrif á samfélagið

Gömul tún spillast sem ræktarlönd nái skógarkerfill yfirhöndinni og verður þörf á að endurrækta tún ef nýta á landið aftur. 

Skógarkerfill getur hamlað útivist þar sem hann vex yfir stíga og felur landslag.   

Áhrif á garðinn

Skógarkerfill myndar fljótt stórar breiður af plöntum sem skyggja á lágvaxnari gróður og tekur yfir á endanum. 

Hann er skuggþolinn þannig að hann getur vaxið upp af fræi inn á milli annarra plantna eða í lúpínubreiðum. 

Því lengur sem útbreiðsla skógarkerfilsins er óhindruð, því erfiðari er uppræting hans.

Áhrif á heilsuna

Ekki eru þekkt áhrif á heilsu við neyslu eða umgengni við plöntuna. 

Varast skal að rugla henni saman við bjarnarkló eða aðrar risahvannir sem innihalda hættuleg efni sem geta valdið bruna sárum.

Hvar finnst plantan?

Skógarkerfill er útbreiddur og finnst í öllum landshlutum. Útbreiðslu hans má að hluta til rekja til minni sauðfjárbeitar og hlýnandi veðurfars. 

Hann getur vaxið í röskuðu landi og er hraðvaxta og dugleg í samkeppni við annan gróður. Hann leggur undir sig frjósöm svæði eins og gömul tún eða lúpínubreiður. 

Kjörlendi tegundarinnar er rakur og frjósamur jarðvegur þar sem gott framboð er af köfnunarefni. 

Uppruni 

Uppruna skógarkerfilsins má rekja til Evrópu og Asíu þar sem hann vex villtur. 

Tegundin var upprunalega flutt til landsins sem garðplanta og eru fyrstu heimildir um skógarkerfilinn frá 1927.   

Stjórnvöld

Skógarkerfill er á lista um ágengar tegundir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Umhverfisstofnun hefur meðal annarra staðið að upprætingu skógarkerfils á friðuðum svæðum til að vernda íslenska flóru og líffræðilega fjölbreytileika í íslenskum vistkerfum.

Ráð til að útrýma skógarkerfli 

Að útrýma skógarkerfli getur verið mjög erfitt sé hann búinn að mynda þykkar breiður. Fræforðinn sem hann myndar er ekki langlífur en rætur hans eru mjög lífseigar. Uppræting tegundarinnar krefst mikillar þrautseigju og getur tekið mörg ár.

Í görðum ætti að skera blómklasa af plöntunni til að koma í veg fyrir frekari fræmyndun. Þetta kemur í veg fyrir að skógarkerfillinn dreifist út fyrir garðinn. Það getur verið erfitt að uppræta tegundina að fullu en þetta er gott fyrsta skref til að koma í veg fyrir dreifingu. 

Svona losar þú þig við smáplöntur

Ef einungis er um að ræða smáplöntur, ætti að grafa þær upp með rótum.

Svona losar þú þig við stórar plöntur

Hægt er að grafa upp stórar plöntur, slá þær niður t.d. með orfi eða klippa blómklasa áður en plantan myndar fræ. Helstu ráð til að eyða honum þar sem hann hefur komið sér fyrir er að slá hann a.m.k. tvisvar á ári áður en hann nær að mynda fræ. 

Hægt er að nýta sauðkindina og beita henni á ungar plöntur. 

Að stinga upp rætur skógarkerfils er mikil vinna og fyrirhöfn og er erfið nema þar sem um er að ræða stakar plöntur eða litlar breiður. 

Stórtæk uppræting

Hægt er að slá stór svæði en passa þarf vel að plantan sé ekki búin að mynda fræ. Sláið svæðið við eða eftir blómgun. Endurtakið að minnsta kosti einu sinni til viðbótar yfir vaxtarskeiðið. 

Meðhöndlun úrgangs

Þegar plantan hefur verið grafin upp er gott að láta hana þorna. Mikilvægt er að eyða öllum fræjum af plöntunni. Það er hægt að nota þurrkaða plöntu án fræja í jarðgerð. Verið varkár þegar plöntuúrgangur og jarðvegur er meðhöndlaður þar sem hann getur innihaldið fræ.

Setjið allar plöntuleifarnar í vel lokaða poka og komið þeim á sorpmóttökustöð til eyðingar. Athugið hvort að viðkomandi móttökustöð taki við skógarkerfli. Komið plöntuleifunum fyrir á stað sem er ætlaður fyrir framandi ágengar plöntur. Að öðrum kosti skal koma plöntuleifum fyrir á stöðum sem eru ætlaðir til eyðingar. 

Athugið að það á ekki að meðhöndla plöntuleifar af skógarkerfli sem hefðbundinn plönguúrgang. Fræjum af Skógarkerfli þarf að eyða. 

Tegundir sem líkjast skógarkerfli

Anthriscus ættkvíslin er lítil eða með um 15 tegundir. 

Skógarkerfli er aðallega ruglað saman við spánarkerfil Myrrhis odorata en eitt að helstu einkennum spánarkerfilsins er einkennandi og sterk aníslykt og anísbragði af blaðstilkum. Spánarkerfill fer sér þó mun hægar í útbreiðslu miðað við skógarkerfilinn.  

Skógarkerfill er innan sveipjurtaættarinnar eins og risahvannir en það ber að varast að líkja þeim saman. Risahvannir eru mjög hættulegar heilsu manna og ber að forðast að meðhöndla nema með ítrustu varúð. 

Heimildir

Skógarkerfill |Náttúrufræðistofnun Íslands

Floraislands.is

Umhverfisstofnun.is

For.se

Lupinus nootkatensis

Alaskalúpína er stórvaxin tegund af ertublómaætt. Plantan viðheldur sér með gífurlegri fræframleiðslu og jafnvel rótarskotum. 

Fræ alaskalúpínunnar geta lifað í jarðvegi í mörg ár.

Svona þekkir þú alaskalúpínu

Blóm alaskalúpínunnar eru blá eða fjólublá, mörg saman í 20-30 cm löngum klasa. Blöðin eru fingruð með 7-8 smáblöðum og stilkur og smáblöð eru hærð. 

Fræ þroskast síðsumars í kólfum og þegar kólfar þorna kasta þeir fræjunum frá sér. Tegundin er stórvaxin og geta stönglar orðið um og yfir 120 cm hæð.

Af hverju er lúpína óæskileg? 

Alaskalúpína sem sleppur inn á gróin svæði (t.d.berjalönd, mólendi og lággróður) leggur svæðin undir sig og eyðir gróðri sem fyrir er. 

Alaskalúpínan bindur köfnunarefni og eykur frjósemi jarðvegsins. Þá hopa íslenskar plöntur sem eru aðlagaðar rýrum jarðvegi. Í staðinn koma köfnunarefnisfrekar tegundir eins og skógarkerfill, njóli, ætihvönn og graslendi. 

Áhrif á vistkerfið

Alaskalúpína dregur úr líffræðilegum fjölbreytileika náttúrunnar og landslagsins, þar sem hún dreifist hratt og myndar þéttar breiður sem hamla vexti annarra plantna. 

Hún breytir næringarframboði í jarðveginum sem gerir innlendum plöntum sem fyrir eru erfitt uppdráttar. 

Hún tekur yfir svæði og þau verða einsleit. 

Áhrif á samfélagið

Alaskalúpína getur hamlað útivist á eignalóðum. 

Þar sem alaskalúpínan vex myndar hún þéttar breiður og myndar mikla sinu sem safnast upp, margfalt magn miðað við sinu á graslendi. Veruleg eldhætta getur verið af þurrefni lúpínunnar. 

Varasamt getur því verið að rækta lúpínu við sumarbústaði og eignarlóðir. 

Áhrif á garðinn

Alaskalúpínan getur myndað stórar breiður af plöntum sem veitir öðrum plöntum í garðinum samkeppni um pláss og sólarljós. 

Því lengur sem útbreiðsla alaskalúpínunnar hefur verið óhindruð, því erfiðari er uppræting plöntunnar. 

Áhrif á heilsuna

Alaskalúpínan inniheldur svokallaða alkalóíða. Við neyslu getur það framkallað maga- og höfuðverki. Einnig getur alaskalúpínan verið ofnæmisvaldandi.

Hvar finnst plantan?

Lengi vel var útbreiðsla alaskalúpínunnar takmörkuð. Í kjölfar minni sauðfjárbeitar og aukinnar notkunar í landgræðslu og skógrækt jókst útbreiðslan mjög mikið, bæði á ógrónu landi sem og grónu. 

Nú finnst alaskalúpínan um allt land og myndar oft afar stórar samfelldar breiður í landslaginu. Kjörlendi tegundarinnar eru melar, áreyrar og rýrt mólendi. 

Uppruni 

Uppruna alaskalúpínunnar má rekja til N-Ameríku þar sem hún vex villt. 

Alaskalúpínan var upprunalega flutt til landsins í lok nítjándu aldar sem garðplanta í kringum 1895. Um 1950, var alaskalúpínan flutt inn til landgræðslu. Eftir 1990 tók útbreiðslan mikinn kipp og er hún nú útbreidd um land.

Stjórnvöld

Lúpína er á lista um ágengar tegundir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Umhverfisstofnun hefur meðal annarra staðið að upprætingu alaskalúpínunnar á friðuðum svæðum til að vernda íslenska flóru og líffræðilega fjölbreytileika í íslenskum vistkerfum.

Ráð til að útrýma alaskalúpínu

Að útrýma alaskalúpínu getur verið mjög krefjandi verkefni þar sem nýjar plöntur spretta frá gífurlegum fræbanka sem liggur í jarðvegi eftir margra ára ræktun tegundarinnar á sama svæði. Uppræting tegundarinnar krefst mikillar þrautseigju og getur tekið mörg ár.

Í görðum ætti að skera blómklasa af plöntunni til að koma í veg fyrir  fræmyndun. Þetta kemur í veg fyrir að alaskalúpínan dreifist út fyrir garðinn. 

Svona losar þú þig við smáplöntur

Ef einungis er um að ræða smáplöntur, ætti að grafa þær upp með rótum.

Svona losar þú þig við stórar plöntur

Hægt er að grafa upp stórar plöntur, slá þær með orfi eða klippa blómklasa áður en plantan myndar fræ.

Ef um stór svæði er að ræða er hægt á slá þau nokkrum sinnum á blómgunartíma, en gæta þess að slá ekki ef plantan er farinn að mynda fræ.

Plöntuúrgangi er hægt að safna saman og nota sem áburð í garðinn en verið þó alveg viss um að engin fræ séu til staðar. 

Uppræting alaskalúpínunnar getur tekið langan tíma þar sem fræforði í jörðu heldur áfram að spíra í mörg ár. 

Meðhöndlun úrgangs

Þegar plantan hefur verið grafin upp er gott að láta hana þorna. Mikilvægt er að eyða öllum fræjum af plöntunni. Það er hægt að nota þurrkaða plöntu án fræja í jarðgerð. Verið varkár þegar plöntuúrgangur og jarðvegur er meðhöndlaður þar sem hann getur innihaldið fræ.

Setjið allar plöntuleifarnar í vel lokaða poka og komið þeim á sorpmóttökustöð til eyðingar. Athugið hvort að viðkomandi móttökustöð taki við alaskalúpínu. Komið plöntuleifunum fyrir á stað sem er ætlaður fyrir framandi ágengar plöntur. Að öðrum kosti skal koma plöntuleifum fyrir á stöðum sem eru ætlaðir til eyðingar. 

Athugið að það á ekki að meðhöndla plöntuleifar af alaskalúpínu sem hefðbundinn plönguúrgang. Fræjum af alaskalúpínu þarf að eyða. 

Tegundir sem líkjast alaskalúpínu

Lupinus ættkvíslin er allstór með um 300 tegundir. Alaskalúpínu er aðallega ruglað saman við skrautlúpínu Lupinus x regalis og  úlfabaunir Lupinus polyphyllus

Heimildir

Alaskalúpína | Náttúrufræðistofnun Íslands

Floraislands.is

Umverfisstofnun.is

For.se

Hvernig er hægt að tengja umfjöllun um framandi ágengar plöntutegundir inn í skólastarfið? Leiðbeiningar fyrir kennara og tillögur að verkefnum. 

Af hverju að fjalla um ágengar framandi plöntutegundir í skólunum?

Sérfræðingar byggja þekkingu á líffræðilegri fjölbreytni og ágengum framandi tegundum á rannsóknum og vísindalegum grunni. 

Tilgangur þessa námsefnis er að auðvelda öðrum að skilja hugtök á borð við ágengar framandi tegundir og líffræðilegan fjölbreytileika. Fræðsla í skólum getur brúað bilið milli sérfræðinga og almennings. 

Samvinna milli námsgreina 

Líffræðileg fjölbreytni og ágengar framandi tegundir hafa áhrif á samfélagið á fleiri en einn hátt. Málefnið snertir einnig margar námsgreinar. Það er því upplagt að vera í samstarfi við fleiri kennara um efnið. 

Mælt er með þematengdri nálgun í samfélagsfræði til að auka skilning á hlutverki yfirvalda og hvernig lög eru sett. 

Ágengar framandi tegundir og líffræðileg fjölbreytni eru umdeild viðfangsefni sem vekja upp margar spurningar. Rökræður geta einnig verið mikilvægar í þessari vinnu. 

Hér eru nokkrar tillögur að efni í mismunandi námsgreinum:

Líffræði:

Myndmennt:

Enska:

Efnafræði:

Saga:

Samfélagsfræði:

Íslenska:

Náttúruvísindi

Ágengar framandi plöntur eru víða að finna í okkar nánasta umhverfi, til dæmis í görðum, meðfram vegum, hjóla- og göngustígum, á skólalóðum og á opnum svæðum. 

Mikilvægt er að geta borið kennsl á ágengar framandi plöntur og í framhaldinu að öðlast skilning á neikvæðum áhrifum sem þær geta haft á samfélagið. 

Umhverfi og loftslag eru víðtæk og mikilvæg viðfangsefni. 

Ágengar framandi tegundir eru efstar á lista yfir mestu ógnirnar við líffræðilega fjölbreytni ásamt loftslagsbreytingum, næringarefnaálagi, mengun, ofnýtingu og umhverfisbreytingum. 

Við mennirnir erum fyrst og fremst háðir líffræðilegri fjölbreytni til að geta framleitt mat. Atvinnugreinar eins og byggingariðnaður, læknis- og lyfjastarfsemi, tíska og ferðaþjónusta eru einnig háð líffræðilegri fjölbreytni.

Tegundaþekking er mikilvæg  til að þekkja þær tegundir sem eru framandi ágengar tegundir 

Gagnrýni á heimildir 

Samfélagsfræði

Lýðræðisleg kerfi byggja á ferlum þar sem borgarar verða að geta látið rödd sína heyrast um ýmis málefni. 

Rökstuðningur

Siðferðileg afstaða, viðmið og viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á skoðanir heldur einnig hvernig upplýsingar eru túlkaðar. Í þjóðfélagsumræðunni má sjá rök sem hafa mismunandi áherslur. Áhætta og ávinningur snúast um heilsuþætti, vistfræðilegar og efnahagslegar afleiðingar.

Haltu til haga bæði tilfinningalegum og röklegum þáttum í umræðunum með það að markmiði að auka skilning á umdeildum málum. Dragðu fram sambandið á milli viðmiða og gilda og þess sem er notað sem rök með eða á móti. Auktu meðvitund um að viðmið eru samfélagslegt samkomulag sem getur verið erfitt að skilja ef sanna á að það sé „rétt“ með hjálp vísindalegra röksemda.

Hafðu í huga að æfingar þar sem nemendur vinna að því að draga ályktanir aðeins út frá einu sjónarhorni geta leitt til þess að nemendur missi af mikilvægu samhengi í flóknu máli.

Með því að koma því skýrt til skila að viðmið og hefðir eigi einnig við sem rök þegar tekin er afstaða má auðvelda óöruggum nemendum að einbeita sér að og nýta sér vísindaleg rök og skýringar.

Gefðu gaum að því hvort í hópumræðu sé verið að ræða mismunandi hluti samtímis (t.d. ef sumir ræða réttlætissjónarmið á meðan aðrir tala um heilsufarsáhættu á sama tíma)

Málvitund 

Náttúruvísindagreinar innihalda oft hugtök sem eru samsett úr mörgum nafnorðum/sagnorðum/atviksorðum. Þessi orð getur þurft að „aðskilja“ og útskýra til að skýra merkingu þeirra. Nokkur dæmi um slíkt hvað varðar ágengar framandi plöntur:

Það eru ekki alltaf nýju sértæku fagorðin sem eru erfiðust. Stundum eru það frekar efnishlutlaus óhlutbundin orð sem flækja: ágegnar, virkni, uppbygging, dreifing, auðlindir, mynda, skipta út, ákvarða, framandi, samsvara, minnka, sláandi, takmarkandi, áberandi. Hvað merkja þessi orð?

Útgangspunktar

Að byrja á stuttu myndbandi, útvarpsþáttum eða blaðagrein getur kveikt áhuga nemenda þegar í stað. Hvaða hugsanir kvikna þegar þið horfið á þáttinn eða lesið greinina? 

Hér eru nokkur dæmi um efni sem hægt er að nota. Til að fá ný dæmi er gott að fylgjast með fjölmiðlum.

Vefsíður með opinbera aðila með samningum, lögum og reglugerðum

Ágengar plöntur | Náttúrufræðistofnun Íslands 

Framandi lífverur á Íslandi | Umhverfisstofnun

Ágengar framandi lífverur | Umhverfisstofnun

European Network on Invasive Alien Species

Convention on Biological Diversity: Alien species that threaten ecosystems, habitats or species

Stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins um líffræðilega fjölbreytni

Reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda á Íslandi

Mál 15 í Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna

Hlaðvörp

Framandi lífverum fjölgar | Kveikur á RÚV

Landnám tegunda verður ekki aftur tekið | Kveikur á RÚV

Grjótkrabbi | Samfélagið á Rás 1       

Áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands: Framandi ágengar tegundir | Náttúrufræðistofnun Íslands

Íslenska flóran í einna mestri hættu | Fréttir á RÚV

Fræði-, tímaritsgreinar og önnur umfjöllun

Það berast oft nýjar fréttir um ágengar framandi plöntur. Leitaðu að greinum um ágengar framandi plöntur eða einhverja af ágengum framandi tegundum.  Notaðu mismunandi fyrirsagnir og greinar sem inngang að efninu.

Hvað eru ágengar framandi dýrategundir? | Vísindavefurinn

Alien vascular plants in Iceland: Diversity, spatial patterns, temporal trends, and the impact of climate change

Ágengar plöntur í Stykkishólmi

Ágengar plöntur í Stykkishólmi – veggspjald

Áhrif framandi plöntutegunda

Ágengar tegundir við Hólmavík

Framandi tegundir á Norðurlöndunum

Vágestir í vistkerfum – fyrri hluti

Vágestir í vistkerfum – seinni hluti

Framandi sjávarlífverur við Ísland

Aðlaðandi ágengar tegundir eiga auðveldara líf

Rétt tré á réttum stað

Bogkrabbar taka yfir (bls. 44)

Myndbönd

Áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands: Framandi ágengar tegundir | Náttúrufræðistofnun Íslands

Invasive Species 101 | National Geographic (á ensku)

Hvernig dreifa ágengar framandi tegundir sér í Svíþjóð? (á sænsku) 

Tillögur að verkefnum

Hvað veit ég um ágengar framandi plöntur?

Aðferð: Hópvinna

Markmið: Að útskýra og flokka fyrri þekkingu á ágengum framandi plöntum. Að finna út hvað nemendur vita nú þegar um ágengar tegundir. 

Líklega ferðist þið reglulega um vegi, stíga, almenningsgarða eða úti í náttúrunni – og gætuð rekist á ágengar plöntur.

 1. Gerið hugarkort yfir ágengar tegundir. 
 2. Kynnið fyrir hinum í bekknum hversu mikið þið vitið nú þegar um ágengar tegundir – og hvaða tegundir og hugtök þið hafið talað um.

Sælureitur í náttúrunni

Öll eigum við okkur mismunandi sælureit. Sælureitur er orð sem lýsir stað þar sem við finnum hamingju, gleði og okkur líður vel. Oft tengist hann sérstökum stað í náttúrunni, þaðan er orðið komið. Hvar er þinn sælureitur? 

Ræðið í hópnum hvaða staðir í náttúrunni ykkur finnast aðlaðandi – og hvaða stað þið mynduð lýsa sem dásamlegum sælureit. Er það staður sem ykkur finnst fallegur eða er það staður sem þið eigið góðar minningar frá, til dæmis úr æsku? 

Teiknið eða lýsið staðnum sem þið hafið valið og sem ykkur finnst nú þegar vera sælureitur eða sem þið teljið að gæti orðið sælureiturinn. 

Kynnið sælureitinn ykkar fyrir hinum í hópnum.

Bætið einni eða fleiri ágengum framandi plöntum í sælureitinn. Hvaða afleiðingar getur það haft? Lýsið því hvernig þessar tvær tegundir af ágengum framandi plöntum geta breytt þessum sérstaka stað ef þið megið ekki hemja útbreiðslu þeirra. 

Dreifileiðir

Aðferð: Hóp- eða einstaklingsverkefni

Markmið: Að undirbúa og meta vísindalegt líkan.

Ágengar framandi plöntur dreifast um Ísland. Hver er ástæðan fyrir útbreiðslu ákveðinna tegunda og hvernig getum við tekið virkan þátt í að koma í veg fyrir og minnka útbreiðslu?

Hér eru nokkur ráð til varna:

 1. Ræðið hvað þið haldið að einstök atriði snúist um.
 2. Nú er komið að ykkur að gefa hinum í bekknum hagnýtar ráðleggingar út frá leiðbeiningunum um hvernig er hægt að takmarka útbreiðslu ágengra framandi plantna.
 3. Búið til veggspjald með myndskreytingum og texta með ráðleggingum um hvernig þið getið tekið virkan þátt í að minnka útbreiðslu ágengra tegunda.

Hvað er verið að gera í ykkar heimabyggð í baráttunni gegn ágengum framandi plöntum?

Mörg sveitarfélög reyna að berjast gegn ágengum framandi plöntum. Það er mismunandi milli sveitarfélaga hvaða ágengu framandi plöntum er reynt að halda í skefjum. 

Á vefsíðum sumra sveitarfélaga er hægt að nota leitarorðið „ágeng“, í öðrum sveitarfélögum þarf að leita að einstökum plöntum. Finnið ágengar framandi plöntur sem getið er um á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem þið búið.

 1. Rannsakið hvað sveitarfélagið ykkur er að gera þegar kemur að því að fylgjast með og hemja ágengar framandi plöntur.
 2. Hvaða aðferðir notar sveitarfélagið til að berjast gegn ágengum framandi plöntum?
 3. Ef nauðsyn krefur, hafið samband við stjórnendur í ykkar sveitarfélagi til að fá frekari upplýsingar.

Mynda-safarí

Ef þið farið í rannsóknarleiðangur getið þið fundið ágengar framandi plöntur í ykkar nágrenni. Á vefnum má finna margar myndir af ágengum framandi plöntum en einnig er hægt að fara í rannsóknarleiðangur með myndavél til að finna og mynda ágengar framandi plöntur.

 1. Farið út í hópum og takið myndir af nokkrum ágengum framandi plöntum í nærumhverfinu.
 2. Skráið plönturnar sem þið finnið  og setjið í hópaverkefnið ásamt myndum.

Upplýsingaátak um ágengar framandi plöntur

Aðferð: Para- eða hópverkefni 

Markmið: Að geta tjáð sig af nákvæmni og með blæbrigðaríku máli með því að nota fagorð og hugtök.

Þekking er mikilvæg til að geta fylgst með og heft útbreiðslu ágengra framandi plantna. Þekkingu er hægt að koma á framfæri á margan hátt og átak getur skilað árangri til að fá sem flesta til að skilja skilaboðin.

Notið þekkingu ykkar og reynslu af ágengum framandi plöntum til að skipuleggja átak fyrir svæðið þar sem þið búið.

Átakið getur til dæmis falist í að útbúa póstkort sem er afhent eða sent til vina og vandamanna. Einnig hægt að gera veggspjöld og hengja upp í skólanum og á opinberum stöðum. Kannski getur átakinu fylgt teiknimynd eða jafnvel hreyfimynd t.d. fyrir samfélagsmiðla.

Átak ykkar ætti að veita upplýsingar sem hjálpar ykkur að svara eftirfarandi spurningum:

Loftslagssvæði

Lífið á jörðinni hefur alltaf breyst í tengslum við þróun loftslags. Þær loftslagsbreytingar sem við búum við í dag vegna hlýnunar jarðar stuðla að breytingum á líffræðilegri fjölbreytni og auka hættu á að fleiri tegundir geti haslað sér völl á nýjum svæðum og orðið ágengar framandi tegundir vegna breyttra lífsskilyrða. 

Aðferð: Hópvinna

Markmið: Að afla þekkingar um loftslagssvæðin, ræða stöðu loftslagsmála í dag og afleiðingar loftslagsbreytinga í tengslum við tegundir lífvera í framtíðinni.

 1. Ræðið um hvernig fyrri loftslagsbreytingar hafa stuðlað að útbreiðslu tegunda. 
 2. Rannsakið og lýsið mikilvægi hlýnunar jarðar fyrir líffræðilegan fjölbreytileika .
 3. Skrifaðu heiti 7 loftslagsbelta á spjald.

Veljið úr þessum nöfnum: nyrðra kuldabeltið, hitabeltið, nyrðra heittempraða beltið, syðra heittempraða beltið, syðra kuldabeltið, nyrðra tempraða beltið, syðra tempraða beltið.

Lúpína og fjölmiðlar

Oft er talað um lúpínu í fréttum og á samfélagsmiðlum. 

Ræðið og finnið út hver forsaga umfjöllunarinnar um lúpinu er.

 1. Finnið ykkar eigin fréttagreinar umlúpínu. 
 2. Þið gætuð líka fundið aðrar fyrirsagnir um ágengar framandi tegundir á netinu.
 3. Búið til veggspjald eða kynningu á einni eða fleiri fyrirsögnum og kynnið fyrir hinum í bekknum.
 4. Setjið saman spurningakeppni þar sem bekkjarfélagarnir giska á um hvað greinarnar fjalla.

Hraðstefnumót – hlustið, lærið og reynið röksemdafærslur hvors annars.

 1. Sitjið saman tvö og tvö. Dragið um hver á að vera með og hver á að vera á móti í málefni sem tengist ágengum framandi plöntum. Takið sem dæmi lúpínuna sem vekur miklar tilfinningar. Margir elska lúpínuna og tengja hana við sumrin og vilja að hún fái að vera í friði. Á sama tíma ógnar hún líffræðilegri fjölbreytni með því til dæmis að vaxa yfir og kæfa  innlendar plöntur.  Ræðið í 1 mínútu.
 2. Skrifið niður bæði rök ykkar og andstæðingsins. Ræðið hvaða rök vega þyngst og hvers vegna.
 3. Skiptið um félaga. Á næsta „stefnumóti“ eigið þið að vera á gagnstæðri skoðun. (Þ.e. ef þið voruð með í fyrsta skiptið eigið þið næst að vera á móti). Reynið að nýta rökin sem þið skrifuðuð niður og koma með ný.
 4. Skrifið líka niður rök í þetta skipti.
 5. Skiptið um skoðun í hvert sinn sem þið skiptið um félaga.

Ábendingar til kennarans: Stoppaðu æfinguna eftir nokkrar umferðir. Nemendur skrifa stuttar hugleiðingar út frá spurningunum: 

Æfingunni lýkur með því að allur bekkurinn fer í gegnum rökin sem komu fram.

Fjögurra horna æfing

Hvert horn í kennslustofunni tilheyrir einum af valmöguleikunum. Nemendur fara í það horn sem þeim finnst passa við þeirra skoðun

1. Hver ber ábyrgð ef ágeng framandi planta dreifir sér af almenningssvæði inn í einkagarð? Til dæmis tröllahvönn. 

2. Hver/hverjir eiga að ákveða hvaða plöntur og fræ megi flytja inn?

3. Hver ber ábyrgð á að tegundum fer fækkandi í náttúrunni? 

Línuæfingin

Útskýrðu að stofunni sé skipt í tvennt með ímyndaðri línu frá einum vegg að veggnum á móti. Annað hornið táknar öfgaskoðanir í aðra áttina, hitt hornið hina. Nemendur stilla sér upp á línunni þar sem þeir telja að þeirra skoðun á málinu liggi.

Átt þú ekki að fá að ákveða sjálfur hvaða plöntur þú hefur í þínum garði?

Gætir þú hugsað þér að hjálpa til við að berjast gegn ágengum framandi plöntum í frítíma þínum með því til dæmis að fara út og eyða lúpínu?

Orðatennis – byrjum að hugsa

Láttu nemendur hafa efni, fullyrðingu eða mynd til að tengja við. Tillaga um hvernig æfingin er kynnt: „Nú ætlum við að vinna með líffræðilega fjölbreytni. Hvaða orð dettur þér í hug þegar þú sérð þessa mynd?“ Notaðu t.d. myndina af lúpínu. 

Nemendur vinna í pörum og nefna til skiptis orð sem þeim dettur í hug.

Eftir nokkra stund er hægt að velja úr nokkur af orðunum og ræða út frá þeim:

arrow-up-circle