Könnun: Þekkir þú ágengar tegundir?

Umhverfisstofnun er þátttakandi í Norrænu samstarfsverkefni sem hefur það markmið að bæta þekkingu og meðvitund um áhrif ágengra tegunda á líffræðilega fjölbreytni. 

Mikilvægur þáttur í verkefninu er forkönnun meðal almennings á Norðurlöndunum um ágengar framandi tegundir. 

Við værum þakklát fyrir þína þátttöku

Umhverfisstofnun tryggir persónuvernd og niðurstöður verða ekki rekjanlegar til þátttakenda.
Niðurstöður könnunarinnar verða birtar á þessari síðu. 

arrow-up-circle